25 Novenber 2006
Nú er nóvernber að verða búinn og styttist til jóla.
Frábært veður úti núna en nokkuð kalt.
Fór með hundana út í hraun að leifa þeim að hlaupa um allt og tók þessar myndir á simann minn bara svona að prufa.
Nú er fjórða helginn á jóganámskeiðinu og er þetta búið að vera gaman og lærdómsríkt, og heilmikið sem ég er búinn að læra um sjálfan mig og hvað er farsælast til að höndla hamingjuna.
Einnig er ég að lesa bók sem heitir LISTINN AÐ ELSKA e. ERICH FROMM. Þar kemur fram að við menntum okkur og sækjum allskins námskeið. En með ástina sem við erum öll að leita að í einni eða annari mynd, það eru enginn námskeið í því og á að vera sjálflært, er það ekki skrítið?